Fit og famous

Jæja, það fór aldrei svo að ég yrði ekki fræg fyrir heilsuræktina. Haldiði ekki að ég hafi bara verið á Aksjón í gær á hlaupabrettinu á Bjargi 🙂 Ekki það að það voru víst ekki nema einar þrjár sekúndur eða svo og ég hefði líklegast ekki fattað það nema af því að ég varð vör við myndatökuvélarnar á mánudaginn í síðustu viku. Ég hefði betur sparað mér að hlaupa í spreng fyrir vélarnar, fyrst þeir notuðu svona lítið.

Annars kom Sóley færandi hendi heim í gær, hafði bakað bollur hjá Ráðhildi, var ekki lítið stolt. Sagðist að vísu, aðspurð, hafa bakað köku, hvorki meira né minna.