Óeirðirnar hafa borist norður og mótmælin gerast við dyrnar hjá mér. Þegar við komum heim í gær var búið að grýta bíl nágrannans með eggjum. Ekki veit ég hvað hann gerði til að verðskulda það. Hann fer reyndar í taugarnar á mér, keyrir upp götuna eins og hann sé á þjóðvegi eitt og heldur (reyndar …
Monthly Archives: apríl 2008
Jibbý
Ég er að fara að kenna danskan kvikmyndaáfanga næsta vetur. Snilllld. Ég var alveg búin að afskrifa það af því að ég hélt að ég myndi hlera eitthvað ef það væru nógu margir að velja hann, en svo kom Selma í morgun og hafði þessar fréttir af fundi á föstudaginn. Samt klikkuðu litli frændi og …
Sumardagurinn síðasti
Það sem það er búið að vera gott veður á mann þessa síðustu viku. Algjörlega vonlaust í kennslu reyndar en fínt til að vera úti með unganum. Tókum hjólið hennar fram á sunnudaginn og hjálpardekkin af og nú er hún að ná ágætum tökum á listinni að hjóla. Hún var svo sem ekki sátt á …
Sumarleyfi í útlöndum
Þá er búið að setja sumarleyfið á annan endann og ég verð nærri því meira í útlöndum en hér heima. Við dönskukellurnar, ég og Selma, ákváðum nefnilega eftir ágæta hvatningu að sækja um á námskeið í Danmörku sem lofar óheyrilega góðu. Bara það að í því sé dagsferð til Skagen réttlætir auðvitað allt, jeg glæder …
Út og suður
Skrapp í borgarferð í upphafi viku með samkennurum mínum. Flugum suður í bítið á mánudagsmorgun í ævintýralega fallegu veðri og fengum leiðsagðan túrinn. Ekki valmöguleiki að halla aftur augunum eins og ég hafði planlagt. Þegar við komum í borgina var fyrst haldið í Borgarholtsskóla, þaðan í KHÍ og loks heimsóttum við Keili á Vellinum. Það …
why god – why?
Það er ball með Nýdönsk í Sjallanum annað kvöld und ich möchte…. En þrátt fyrir fallega mætingaráskorun í dagskránni til allra þeirra sem hafa dansað með Nýdönsk síðustu 20 árin þá sé ég það ekki gerast. a) Ég er gömul. b) Ég er framhaldsskólakennari. c) Þetta er Sjallinn. Þetta þrennt á afleitlega saman. Ég auglýsi …
Og þetta kallar sig dönskukennara!
Ég verð að játa eina býsna stóra synd. Þannig er að sjónvarpið hefur um nokkurt skeið sýnt danska þætti sem kallast Klovn. Ég er rétt svo nýlega farin að horfa á þá, reyndar til ómældrar ánægju, en ástæðan fyrir því að ég horfði ekki á þá frá upphafi var sú að ég þurfti að velja …