Mótmæli í Möðruvallastræti

Óeirðirnar hafa borist norður og mótmælin gerast við dyrnar hjá mér. Þegar við komum heim í gær var búið að grýta bíl nágrannans með eggjum. Ekki veit ég hvað hann gerði til að verðskulda það. Hann fer reyndar í taugarnar á mér, keyrir upp götuna eins og hann sé á þjóðvegi eitt og heldur (reyndar …

Sumarleyfi í útlöndum

Þá er búið að setja sumarleyfið á annan endann og ég verð nærri því meira í útlöndum en hér heima. Við dönskukellurnar, ég og Selma, ákváðum nefnilega eftir ágæta hvatningu að sækja um á námskeið í Danmörku sem lofar óheyrilega góðu. Bara það að í því sé dagsferð til Skagen réttlætir auðvitað allt, jeg glæder …

Út og suður

Skrapp í borgarferð í upphafi viku með samkennurum mínum. Flugum suður í bítið á mánudagsmorgun í ævintýralega fallegu veðri og fengum leiðsagðan túrinn. Ekki valmöguleiki að halla aftur augunum eins og ég hafði planlagt. Þegar við komum í borgina var fyrst haldið í Borgarholtsskóla, þaðan í KHÍ og loks heimsóttum við Keili á Vellinum. Það …

why god – why?

Það er ball með Nýdönsk í Sjallanum annað kvöld und ich möchte…. En þrátt fyrir fallega mætingaráskorun í dagskránni til allra þeirra sem hafa dansað með Nýdönsk síðustu 20 árin þá sé ég það ekki gerast. a) Ég er gömul. b) Ég er framhaldsskólakennari. c) Þetta er Sjallinn. Þetta þrennt á afleitlega saman. Ég auglýsi …