Sól og sumaryl

Ég hef verið ægilega lukkuleg með hækkandi hitastig og af því tilefni dregið fram pils við allar hugsanlegar dragtir (og til hvers að eiga þessi pils ef maður notar þau ekki). Viðbrögð vinnufélaganna eru mest hrós um hvað ég sé huggulega klædd en það er ekki að spyrja með karlmennina, þeir geta í mesta lagi …

Bóndadagur, annar í Bónda og þriðji í Bónda

Sukkhelgi út í eitt. Byrjaði á að fá þær samstarfskonur mínar í kaffi og tertu á föstudag og eldaði svo dýrindismáltíð handa bóndanum. Dagurinn (eða kvöldið – þetta er nú eiginlega bara bóndakvöld) allur hinn besti. Á öðrum í bónda fórum við í sveitina og átum pönnukökur eins og stöfluðust í maga, plús afgang af …

Kynæsandi kaup

Jæja, það mætti halda að annað hvort sé ég með kynlíf á heilanum (ok, ég játa að það gerist stundum) eða upptekin af því að stækka lesendahópinn með æsifréttafyrirsögnum! En að þessu sinni eru tengsl á milli titils og innihalds því þannig er að ég lét verða af því í dag að kaupa tvo geisladiska …

Vondur morgunn

Það þarf ekki mikið til að slá mig út af laginu svona fyrst á morgnana. Í morgun var það fatatengt. Þannig er að ég tók þann pól í hæðina að klæða mig huggulega þegar ég byrjaði að kenna hér í VMA. Það hefur gengið vonum framar og ég á orðið ágætlega álitlegt dragtarsafn. Ég geymi …