Ef þið eigið leið norður á næstunni…

…þá mæli ég svo svakalega með Litlu hryllingsbúðinni. Tvímælalaust toppstykki vetrarins. Andrea Gylfa rúllar sýningunni algjörlega upp og söngurinn reyndar yfirleitt alveg magnaður. Smá twist í lokin setti svo punktinn yfir i-ið. Do go if pussibul. Ég hafði langan og mikinn fyrirvara sjálf, búin að sjá bíómyndina svona 119 sinnum, að vísu oftast í brotum, …

Danska mafían

Mér var ráðstafað í gærkvöld á meðan ég var í leikfimi. Þannig var að við fengum upphringingu frá Kristínu þar sem hún var að falast eftir því að fá mig með á jazz-tónleika og þar sem ég var ekki innan kallfæris ákvað Mummi fyrir mína hönd að ég færi (ég var að vísu búin að …

Sár á hornhimnum

Ég verð að deila með ykkur útsýninu sem ég hef úr sætinu „mínu“ á kennarastofunni. Þannig er að kennarastofan hefur verið notuð sem gallerí (enda ljótasta hús bæjarins bæði að innan og utan, svo við þurfum á því að halda að hafa eitthvað á veggjunum), í fyrstu fyrir hin ýmsu verk kennaranna en nú í …

Meira bíó

Ég er aldeilis óstöðvandi í bíóferðunum þessa dagana! Lenti í bíó í gær, alveg óvart, með gömlum vinnufélögum úr Síðuskóla, á Pride and Prejudice. Hafði annars ákveðið að splæsa mér bara í hana á dvd, fyrst þeir álpuðust ekki með hana fyrr norður. Myndin var hin fínasta skemmtun en nær hins vegar ekki að grípa …