Danskir menningardagar

Ég er að sýna nemendum mínum þá gömlu klassísku mynd, Nattevagten. Hún heldur þeim sæmilega við efnið, það er alltaf vandi að finna myndir sem fáir hafa séð en höfðar nokkuð jafnt til allra. Ég var að vísu búin að gleyma að það eru frekar ógeðsleg atriði inni á milli, en nemendurnir eru líklega sjóaðri en ég. Þeir lifa sig samt mikið inn, margir hverjir og gaman að heyra upphrópanir frá þeim. Samanber atriðið þar sem Jens er handjárnaður við rör og verður litið á hníf sem er innan seilingar. Hoho, það er fyndið að heyra krakkana (aðallega stelpurnar) tala beint til hans og segja honum að hann megi ekki skera af sér hendina. Já, svona er ég góður kennari 🙂