Beina flugið

Það ríkir almenn gleði á mínu heimili eftir að Iceland Express tilkynnti um beint flug frá Akureyri í sumar. Ekki einasta gleðst ég yfir fjölgandi ferðum til Kaupmannahafnar (nú þarf maður bara að fara að eignast hús þar 🙂 ég sé líka í hyllingum að „skjótast“ í sumarbústaðinn góða í Svíþjóð, en það verður svona …

Ég er góð

Stóð mig algjörlega hetjulega á bóndadaginn. Færði bóndanum fyrst gjafir í rúmið og fór svo í bakarí og keypti í morgunkaffið. Við borðum nota bene aldrei morgunmat saman nema um helgar svo þetta voru mikil viðbrigði. Svo skildu að sjálfsögðu leiðir en ég bauð mínum heittelskaða í seinnipartskaffi á Bláu. Þaðan sótti ég grísinn og …

Alls kyns grísir

Í fyrsta lagi eru það fréttir af aðal grís heimilisins. Strumpan á nefnilega að fara í rör á morgun. Hefur erft þessi dásamlegu eyru móður sinnar. Hún er býsna lukkuleg yfir framvindu mála enda mikil áhugamanneskja um læknaheimsóknir. Sagði í gærkvöld stuttu eftir að ég var búin að ræða væntanlega sjúkrahúsdvöl við hana að hún …

Gráu hárin

Það er ekki ofsögum sagt að maður sé að verða gráhærður (hverju sem um má kenna – hækkandi aldri, erfiðri vinnu, erfiðu barni…), að minnsta kosti fann ég í gær hvorki meira né minna en þrjú grá hár í toppnum og eitt daginn þar áður. Veit ekki hvort ég þori að líta í spegil í …

Bílapælingar

Það hefur legið fyrir síðustu mánuði að huga að bílamálum, þar sem Corollan er í leigu sem rennur út í byrjun mars. Vitandi að þetta er algjör frumskógur – kaupa (og þá spurning með bílalán, bílasamning) eða leigja, síðan er það nýjan eða notaðan og að lokum hvaða tegund?? Þetta er meira en að segja …