Dúndurdekur

Konudagurinn var tekinn alla leið í gær. Fyrst fékk ég að sofa til 10. Afar góð byrjun á deginum. Síðan fékk ég kaffi og pakka í rúmið og fljótlega upp úr því nýbakaðar bollur. Ég fékk fína pakka. Heilt sett af fötum, nærföt, flónelsnáttbuxur, náttpeysu og svona ofurmjúka sokka – þið sem hafið séð svoleiðis, …

Nýr maður inn

Þá er loksins komið að uppgjöri á listanum. Eitthvað var nú dræmt um uppástungur, ég minni þó á að mér sást næstum yfir Viggo Mortensen hér um árið þangað til ég var minnt á hann. Listinn er þá svona í sinni nýjustu mynd: George Michael – ókrýndur konungur listans. Sem gerir mig að hommahækju eða …

Það sem á dagana dreif

Ég hef ekki staðið mig sem skyldi í blogginu, hef nóg um að skrifa en ekki komið því í verk. Í réttri röð er þetta svona; Halastjarnan, föstudagur 1.febrúar. Fordrykkur. Fimm réttir frá kokkinum. Hvítvín, rauðvín (nema Mummi bílstjóri – ég fórnaði mér í alkóhólið.) Fyrst grafin nautalund, þá hvítlaukssteiktur humar, svo hunangsheitreiktur lax (og …