Dúndurdekur

Konudagurinn var tekinn alla leið í gær. Fyrst fékk ég að sofa til 10. Afar góð byrjun á deginum. Síðan fékk ég kaffi og pakka í rúmið og fljótlega upp úr því nýbakaðar bollur. Ég fékk fína pakka. Heilt sett af fötum, nærföt, flónelsnáttbuxur, náttpeysu og svona ofurmjúka sokka – þið sem hafið séð svoleiðis, […]

I’m not standing myself

Þvílíkt bloggleysi. En það er af því að líf mitt er ýmist í hæðum eða lægðum svona félagslega séð og núna er einmitt mikil lægð. Það eina sem ég státa af eru óvenju margir fundir þessa vikuna, og að ég held, óvenju mikið sjónvarpsgláp líka. Amk horfði ég á næstum allan Doc Martin á miðvikudag […]

Nýr maður inn

Þá er loksins komið að uppgjöri á listanum. Eitthvað var nú dræmt um uppástungur, ég minni þó á að mér sást næstum yfir Viggo Mortensen hér um árið þangað til ég var minnt á hann. Listinn er þá svona í sinni nýjustu mynd: George Michael – ókrýndur konungur listans. Sem gerir mig að hommahækju eða […]

Það sem á dagana dreif

Ég hef ekki staðið mig sem skyldi í blogginu, hef nóg um að skrifa en ekki komið því í verk. Í réttri röð er þetta svona; Halastjarnan, föstudagur 1.febrúar. Fordrykkur. Fimm réttir frá kokkinum. Hvítvín, rauðvín (nema Mummi bílstjóri – ég fórnaði mér í alkóhólið.) Fyrst grafin nautalund, þá hvítlaukssteiktur humar, svo hunangsheitreiktur lax (og […]