Sögulegar mælingar

Það vantar ekki að þessi vika ætlar að verða vika hinna sögulegu mælinga. Fór nefnilega í ræktina (í tíma altså) í gærmorgun kl. 6.10 – sem er auðvitað afrek, það vita þeir sem þekkja mínar svefnvenjur. Ég forðaðist vigtina eins og heitan eldinn, engin ástæða til að mæla sig á fimmtudegi þegar maður á eftir …

Ástarsamband

Ég er algjörlega fallin fyrir Alexander McCall Smith!! Það virðist vera sama hvað maðurinn skrifar, ég er alltaf jafn hrifin. Gerði reyndar þau mistök á sínum tíma að kaupa Kvenspæjarastofuna á íslensku svo nú þarf maður alltaf að bíða eftir þýðingum en sem betur fer keypti ég Sunday Philosophy Club á ensku, þá þarf maður …

Fram og tilbaka

Ég ætla að bæta upp fyrir skortinn á fríbloggi og blogga um helgina sem leið, en sú verður að teljast félagsmálahelgi sumarsins. Hún hófst á fertugsafmæli hjónanna Hönnu og Ármanns á föstudagskvöld. Veislan var haldin í Gamla Lundi og telst nú líklega fámenn miðað við annað sem gengur og gerist og telst það vel sloppið …