Fljúgandi dagar

Þessi vika hefurverið vika hinna miklu fundarhalda, eins og það væri ekki nóg af fundum svona venjulega þá tókst mér að lenda í skólaráði og svei mér ef ég missti mig ekki óvart inn í stjórn kennarafélags MA. Miðvikudagurinn var til dæmis mjög súrrealískur, þá fór ég á kennarafund, beint á foreldrafund á Naustatjörn, út …

Óvitar

Við fórum í leikhús í gær, með Sóleyju og tengdamömmu að sjá Óvita. Það var búið að leggja mikið upp úr góðri hegðun í leikhúsi, enda mikið mál að fara á alvöru stykki að kvöldi. Svo var búið að telja niður, nánast síðan miðarnir voru keyptir fyrir um mánuði síðan og Strumpa var óspör á …

Fyrsti í fiðlu

Í gær var komið að fyrsta fiðlutímanum okkar hjóna. Ekki var okkur ofboðið með lærdómi, við lærðum að standa rétt, hneigja okkur (afar nauðsynlegt) og halda á fiðlunni. Bæði í hvíldarstöðu og í spilastöðu. Nú og að æfa bogagripið – án bogans. Það fer ekkert á milli mála að Mummi er meira efni í þetta …

Afrek ársins

Ég var að skoða úrslitin í Akureyrarhlaupinu og held að ég fari að stunda hlaupin fílefld. Ekki nóg með það að ég væri ekki síðust (takk, þú sem fórnaðir þér í ár 😉 ) heldur bætti ég tímann um tvær mínútur. Ég er í skýjunum. Sérstaklega af því að ég var asnaleg í mjöðminni (hætt …

Einstefna

Ég er frekar óspennandi félagsskapur þessa dagana held ég. Orðin ein af þessum líkamsræktar-obsessed kellingum 🙁 .Hugsa um fátt annað þessa dagana en hvenær ég borðaði síðast og hvenær ég eigi að borða næst og hvernig ég ætla að hreyfa mig næstu daga. Sem betur fer sef ég hálfan sólarhringinn sem einfaldar þetta mikið en …