Afrek ársins

Ég var að skoða úrslitin í Akureyrarhlaupinu og held að ég fari að stunda hlaupin fílefld. Ekki nóg með það að ég væri ekki síðust (takk, þú sem fórnaðir þér í ár 😉 ) heldur bætti ég tímann um tvær mínútur. Ég er í skýjunum. Sérstaklega af því að ég var asnaleg í mjöðminni (hætt á íbúfeni) og ég var alls ekki eins þreytt og í fyrra. Náði meira að segja að auka hraðann á áttunda kílómetranum en þá kom Rio með Duran Duran í i-podinn og takturinn hentaði svona líka vel til að gefa aðeins í. Versnaði reynar þegar One með Metallicu kom. En ég held pottþétt áfram á þessari braut. Sóley var líka sátt við gærdaginn. Jónsi var nefnilega að hita upp, litli aðdáandinn náði að stilla sér upp fyrir framan sviðið og mæna á hann.

Búin að vera í sjö daga vinnuviku so far. Námskeið föstudag og laugardag, eða vettvangsnám, þetta verður víst í allan vetur. Það lofar reyndar góðu, ég vona að það verði eins praktískt eins og byrjunin lofar. Skólasetning í dag. Þekkti nokkra foreldra – maður er orðinn þetta gamall. Meira að segja eru tvö börn í umsjónarbekknum mínum sem eiga mæður, jafngamlar mér. Það varð mér nokkuð áfall. Mummi heldur að ég muni fara í trøstespisning þegar mæðurnar fara að verða yngri en ég!