Horgrísirnir þrír

Við erum öll búin að næla okkur í hið árlega vorkvef. Hóstum, hnerrum og sjúgum í nefið hvert í kapp við annað. Setti svolítið strik í reikninginn um helgina því það var ómögulegt að leggjast í heimsóknir og bera þrefalda smitið um allt. Ég þrælaðist samt í leikfimina á laugardaginn, erfitt var það. Mér leið …

He-man

Af því að maður er nú kominn á kaf í fjölskyldupakkann datt ég inn á barnaefnið í morgun og haldiði ekki að það hafi verið He-man þáttur? Það lá við að ég fyndi spólu og byrjaði að taka upp fyrir Óla. Loksins komin réttlæting fyrir öllum Stöðvar 2 þúsundköllunum! Vakti meira að segja Mumma (sem …

Krimmarnir

Þá var þriðja krimmakvöldið í kvöld. Að þessu sinni Elsku Poona eftir Karin Fossum. Það var full langt síðan ég las hana og sennilega hef ég lesið hana mjög hratt líka því ég var ekki alveg með smáatriðin á hreinu. En þannig var að hún greip mig mjög snemma og ég las fram á nótt …

Þvílíkt svindl

Ég deildi því með ykkur hér fyrir stuttu að ég hefði látið verða af því að panta mér Grand Prix diskinn frá Danmörku svo ég gæti hlustað á hann Tómas og leyft litlu nemendunum mínum líka að njóta. Nema hvað, það bólar ekkert á honum. Ég fékk tölvupóst frá bookland.dk í síðustu viku þar sem …

Léttpóstur

Fyrstu mælingunni er lokið og ég má til að monta mig. Ég hef lést um tvö kíló, þar af 1.1 fitukíló. Júhú, góð byrjun. Enda er ég ógeðslega ströng. Það var meira að segja nammi í vinnunni í morgun og ég fékk mér ekki! Það er nauðsynlegt að setja svona tölfræði inn svo þið sjáið …

Nýtt líf

Já það er ekki um að villast. Í kvöld fékk ég staðfestingu á því að ég er fitubolla. Ég hef lengi lifað í blekkingu og reynt að líta sjálfa mig jákvæðum augum en vísindalegar tölur á blaði ljúga ekki. Nefnum engin númer samt. Ég var sem sagt að skrá mig á lífsstílsnámskeið á Bjargi (8 …

Afmælisbarn dagsins

… er dóttir mín. Sú stutta orðin eins árs og stór dagur hjá fjölskyldunni. Við hófum daginn á afmælissöng uppi í rúmi, reynið að ímynda ykkur okkur sönghjónin að syngja dúett.. ehemm. Það féll að vísu í góðan jarðveg hjá dömunni, hún sat skælbrosandi undir söngnum. Þar sem hún var fyrir lifandis löngu búin að …

Ofurát

Mummi stóð sig aldeilis vel í eldhúsinu í kvöld. Eldaði alveg dúndurgóðan kjúkling, indverskan, með nan-brauði (heimatilbúnu). Ofboðslega góða jógúrtsósu með og ekki spillti fyrir að hafa rauðvínstár með, Blue Opal eða Black Opal man ekki hvort það hét og er aldeilis of löt til að labba fram og lesa mér til. Manni leið bara …