Nýtt líf

Já það er ekki um að villast. Í kvöld fékk ég staðfestingu á því að ég er fitubolla. Ég hef lengi lifað í blekkingu og reynt að líta sjálfa mig jákvæðum augum en vísindalegar tölur á blaði ljúga ekki. Nefnum engin númer samt.
Ég var sem sagt að skrá mig á lífsstílsnámskeið á Bjargi (8 vikna aðhaldsnámskeið með þessum voðalegu mælingum með reglulegu millibili). Kannski væri mesta aðhaldið að birta nákvæma matardagbók ásamt þessum tölum öllum but I’m not quite there yet. Reyndar ætti ég ekki einu sinni að segja frá þessu námskeiði. Mér er illa við að vera lúser, hvað þá svona í opinberri umræðu. Ég færði gríðarlega fórn og sleppti Survivor til að fara í vigtunina, þá er maður langt leiddur í aðhaldsaðgerðum.

Annars er nóg að gera. Vorum óvenju dugleg um helgina – Mummi lagaði til í geymslunni, sem alltaf er visst afrek og ég fór að pakka niður lánsbarnafötum, sem er líka vel af sér vikið. Sú stutta var í mælingu í dag. Við erum, held ég, sloppin af svarta listanum yfir barnasveltara í bili, hún hafði þyngst um 600 grömm á vikunum átta (eða 75 grömm á viku, sem er met í all-langan tíma). Og þó svo ég hafi reynt að láta barnasveltis-stimpilinn ekki á mig fá þá finn ég að það er ákveðnu fargi létt af mér.