Iski mi

Nei, ég er ekki orðin lesblind eða rugluð. Efni póstsins í dag er söngfuglinn dóttir mín. Hún er farin að syngja tvö til þrjú lög og titill dagsins er einmitt titillinn á uppáhaldslaginu hennar. Fiskinn minn, namminamminamm. Þetta syngur hún af hjartans lyst og hljómar svona „iski mi – amiamiam“ eða nokkurn veginn. Þetta er […]

Strengir eftir gærdaginn

Þá er líkamsræktin hafin enn á ný og því til sönnunar er ég afskaplega stíf og stirð í dag. Nú er það tólf vikna námskeið (úffúff) með tilheyrandi aðhaldi. Ég naga gulrætur í gríð og erg. Það er erfitt að trappa sig niður úr súkkulaði og kökuátinu sem hefur verið undanfarið. Ræktin lofar samt góðu. […]

Afmælishátíðin mikla

Þá er þeirri helginni lokið. Með glans verð ég að segja, mikið át og mikið gaman. Á föstudagskvöld fengum við þá litlu mágana mína og svilkonu í heimsókn. Það var ósköp gaman. Tæmt úr tveimur rauðvínsflöskum og svona. Ég var samt í pínu stressi yfir tímaskorti, mér fannst að ég þyrfti í raun að eyða […]

Í sjokki

Þið þurfið væntanlega ekki að hugsa ykkur lengi um til að átta ykkur á út af hverju það er. Ég var að fá fréttir af konunglegum skilnaði. Svo bregðast krosstré segi ég nú bara og skrifa. Vegna anna hef ég ekkert fylgst með í dönsku pressunni í nokkurn tíma og þess vegna kemur þetta mér […]

Flutt

en ekki hætt að blogga. Enn er allt á hvolfi og engin tölva nettengd heima (já, ég segi engin því það hefur fjölgað í tölvufjölskyldunni). Og það virðist vera samsæri í gangi í vinnunni, því ég þarf að hlaða bloggsíðunni ótal mörgum sinnum til að komast á leiðarenda. Ekki hvetjandi. Nýja húsið leggst vel í […]

Helstu húsafréttir

Jæja, það er aldeilis búið að vera nóg að gera um helgina. Við fengum húsið okkar klukkan sex á föstudag. Ég sleppti haustferð VMA til að geta tekið við húsinu (og það var víst ógeðslega gaman, aber ja!). Það varð reyndar ekki mikið úr verki þann daginn, en við náðum alla vega að kaupa svefnsófa […]

So be it

Það sem litlu ungarnir manns eru virkir. Enn sannaðist hið fornkveðna í morgun með eyrun hennar Sóleyjar sem alltaf eru að. Ég fór yfir á vafasömu gulu þegar ég var að beygja inn á Mýrarveginn á leið til dagmömmunnar og sagði við sjálfa mig „So be it“. Heyrist þá ekki aftur í (voða lukkuleg frökenin) […]

Góður gærdagur

Afmælisbarn gærdagsins var ég. Dagurinn var ósköp hefðbundinn framan af, ég var að vísu góð og kom með köku í vinnuna, bara vegna þess að ég er svo mikill grís að ég vil að aðrir séu virkir á sínum afmælum og þá verður maður víst að standa sig líka. Eftir vinnu fórum við að skrifa […]