Í sjokki

Þið þurfið væntanlega ekki að hugsa ykkur lengi um til að átta ykkur á út af hverju það er. Ég var að fá fréttir af konunglegum skilnaði. Svo bregðast krosstré segi ég nú bara og skrifa. Vegna anna hef ég ekkert fylgst með í dönsku pressunni í nokkurn tíma og þess vegna kemur þetta mér í opna skjöldu.
Og það er sem sagt óGEÐSlega mikið að gera. Afmælið um helgina og allt það. Ég er að brenna yfir um, get ekki talað eðlilega (eða eins og mér var unnt áður) eða neitt. Vona að þetta standi til bóta í næstu viku.