Geeiisp

Sóley Anna er alveg að gera út af við mig núna. Klukkan hennar er föst á einhverri snemmstillingu, hún hefur vaknað korter í sjö síðustu morgna (og god damn, mig munar um þetta korter) og nú í morgun sló hún nýtt met og vaknaði hálf sjö. Mér liggur við að fagna að vera ein heima, …

Á uppleið

Nú er ég aldeilis á fleygiferð upp. Var á þingi Kennarasambands Íslands í dag og í gær og ótrúlegt en satt, það var bara mjög gaman. Yfirgaf að vísu svæðið áður en yfir lauk og náði ekki að sjá minn málaflokk til enda (ég sat í jafnréttisnefnd) en égg er að hugsa um að bjóða …

Nóg að gera

Þá er tveggja ára afmælisundirbúningurinn að fara á fullt. Bakstur hófst formlega í gærkvöld. Þó má segja að undirbúningurinn hjá afmælisbarninu hafi staðið lengur því það standa yfir æfingar á afmælissöngnum, svo maður verði nú örugglega búinn að ná honum þegar að kemur. Annars fór Strumpan á kostum þegar Árný var hjá okkur í gær. …

Bloggletingi

Jamm, ég veit alveg upp á mig skömmina. En þannig er að Sóley var lasin á miðvikudag og fimmtudag, og ég er bara alveg sérlega löt að blogga heima. Ef ég fer í tölvuna þegar Sóley er uppi við, þá er ekki flóafriður, ekki beint ídeal bloggaðstæður. Svo vindur þetta upp á sig og maður …

Dodgeball

Jamm, Ljúfa var ekki lengi að hafa það. Ég er enn miður mín af gleði yfir hvað þetta er frábær mynd, miklu fyndnari en ég átti von á og alveg óþrjótandi brunnur af svona sniðugum línum. Ben Stiller er bara að verða einn af skemmtilegustu gamanleikurum sem eru í boði. Ekki lengra í bili, sé …