Raunveruleikablogg

Mikið er sorglegt hvað maður getur verið upptekinn af eigin rassi og sinnt fólkinu í kringum sig lítið. Ég var að spjalla við vinkonu mína og það kom í ljós að hún hefur átt erfitt ár og það kom algjörlega flatt upp á mig. Ég hef samviskubit yfir að hafa ekki sinnt henni nóg á þessum tíma. Vaknaði eiginlega upp við vondan draum að það er allt of algengt að maður hugsi ekki nógu rækilega til vina sinna. Þjáist af krónískri símaleti og velur allt of oft sjónvarpið fram yfir að heyra í öðrum. Það er einhvern veginn allt á yfirborðinu hjá manni. Ekki það að ég veit auðvitað að fólk vill eiga sitt einkalíf í friði og ekki hafa hvern sem er að hnusa í því, en það má kannski vera millivegur.