Stuð á ættarmóti

Ég er bara lukkuleg með góða helgi, ættarmótið var hin besta skemmtun eins og ég hafði vonast til. Ég er að vísu dæmd í næstu skipulagsnefnd en ef maður lítur björtum augum á það þá er það fyrirtaks tækifæri til að kynnast amk nefndarmeðlimum betur. Það er að vísu hálfgert munaðarleysingja yfirbragð yfir nokkrum okkar …

Unaður

Fórum í gær á tónleika með Oktett Ragnheiðar Gröndal á Græna Hattinum. Fyrirfram ekki alveg viss við hverju væri að búast – jasstónleikar og svona og ég kannski ekki alveg í heitum fanklúbbi. Ragnheiður er bara svo mikið æði að það var klárlega þess virði að kíkja. Reyndist síðan 100% þess virði. Þetta var algjör …

Nema hvað

Það kom að því. Í gær fékk ég tilboð um stundakennslu í MA á haustönninni. Einmitt það sem ég hef stefnt að (vissulega frekar heilli stöðu en þetta er áttin.) Og ég neitaði pent. Búin að gefa algjört veiðileyfi á að það megi þjóðnýta mig næsta vetur af því að við erum að dekka fæðingarorlof. …

Óvænt brúðkaup

Haldiði ekki að ég hafi bara misst af brúðkaupi sisona á fimmtudagskvöld? Alveg seinheppin. Hafði þó ítrekað í síðasta jólakorti að ég vildi vera með. En sem sagt, svo ég komi þessu nú út úr mér. Okkur var boðið í „innflutningspartý“ og ég set það svona innan gæsalappa af því að flutningurinn var í apríl …

Þema vikunnar

Stend í ströngu í æfingabúðunum. Ekki einasta fór ég á Netið til að finna Duran Duran texta (það þarf að leiðrétta ýmislegt, virðist sem The Reflex sé ekki einkabarn heldur einmana barn) heldur horfði ég á flest lögin á DVD disknum. Og það var bara hreinn unaður. Í fyrsta lagi gleðst maður alltaf yfir að …

Greitest

Ég splæsti mér í Duran Duran greatest í gær, ofurprís, 1599 fyrir geisladisk og dvd. Nema hvað, er hægt að kalla disk með þeim greitest ef það vantar bæði The Chauffeur og The Seventh Stranger?? Varla. Eina huggun mín er sú að Planet Earth er á sínum stað, þó að það sé andstyggilegt lag hef …

Krísulok

Þá er búið að taka ákvörðun um að fara fjórðu utanlandsferðina. Það sem gerði útslagið var útspil að sunnan um að konurnar hér í bænum fengju að fara með beinu flugi. Sem þýðir að ég styrki flestar tilraunir með beint flug frá Akureyri þetta haustið 🙂 En svo þarf ég að láta eina montsögu fljóta …

Bongóblíða

Júhú, þá er sumarið komið. Ég heilsa reglulega upp á það þessa stundina, á milli þess sem ég sem málfræðiæfingar af miklum móð. Það er alveg unaðslegt að setjast út í skot hér fyrir framan innganginn og fá sér D vítamín skammt dagsins. Verst að vera ekki með ís eða eitthvað gott pallavín 🙂 Og …

Utanlandskrísan

Svo það fari ekkert á milli mála hver aðal krísan er, þá snýst þetta fyrst og fremst um hversu gáfulegt það er að splæsa 55 þús í ferð, þegar maður er líka að fara aðra ferð mánuði seinna og enn aðra tveim mánuðum eftir það. Plús auðvitað allt sem manni dettur í hug að kaupa.