Greitest

Ég splæsti mér í Duran Duran greatest í gær, ofurprís, 1599 fyrir geisladisk og dvd. Nema hvað, er hægt að kalla disk með þeim greitest ef það vantar bæði The Chauffeur og The Seventh Stranger?? Varla. Eina huggun mín er sú að Planet Earth er á sínum stað, þó að það sé andstyggilegt lag hef ég haldið mikið upp á það síðan ég sá það flutt á ódauðlegan hátt í Röskvupartýi hér um árið 😉 Alltént, ég er þá enn og aftur að reyna við upphitun fyrir tónleikana, ég kemst að vísu aldrei meira en eina umferð, þá þarf ég hvíld.