Er Laddi fyndinn?

Ótrúlegt en satt, þetta var eitt af heitustu umræðuefnunum bæði kvöldin í Reykjavík. Það vill þannig til að Helgi mágur minn stendur í þeirri meiningu að Laddi sé gríðarlegur snillingur og þessari skoðun deildu Siggi og Sigrún (altså mágur og mágkona). Við Mummi reyndum að koma vitinu fyrir þau á föstudagskvöldið en greinilega án árangurs, …

Ég og titlar…

Já, ég ætti ekki að skrifa neina titla hérna nema hafa viðkomandi bók / mynd mér við hlið. Fyrst var það Sea Lions myndin mín sem hét svo fyrir rest Second Hand Lions, síðan var það „The Battersea Park Road to Enlightment“ sem ég endurskírði eitthvað annað, og nú síðast er það Kurt Wallander. Ég …

Félagslífið

Í gærkvöld fór ég á árshátíð Síðuskóla. Það var alveg ljómandi gaman. Núverandi 10. bekkingar eru gamlir umsjónanemendur svo það var nauðsynlegt að sjá atriðið þeirra. Ég virðist vera fallin í gleymskunnar dá samt. Jú, einhverjir heilsuðu mér, aðrir föttuðu eftir langa stund hver ég væri, sumir föttuðu það held ég aldrei og enn aðrir …

Survivor sorg

Meira hvað Saboga ætlar að fara erfiðlega af stað. Sorglegt að Rudy þurfti að fara (nema þetta undarlega komment í lokin um hvað hann á góða vini) en mikið var ég fegin að þau höfðu rænu á að halda í Ethan. Ég meina, hann er góður gæi. Ég var annars í krísu út af félagslífinu. …