Er Laddi fyndinn?

Ótrúlegt en satt, þetta var eitt af heitustu umræðuefnunum bæði kvöldin í Reykjavík. Það vill þannig til að Helgi mágur minn stendur í þeirri meiningu að Laddi sé gríðarlegur snillingur og þessari skoðun deildu Siggi og Sigrún (altså mágur og mágkona). Við Mummi reyndum að koma vitinu fyrir þau á föstudagskvöldið en greinilega án árangurs, […]

Líður að suðurferð

Jamm. Ég ætla að biðja lesendur nær og fjær að sýna biðlund næstu daga þar sem ég verð stödd í borginni að trylla ættingja. Sný aftur um eða eftir helgi með ferskar fréttir af borgarlífinu (hvað ég keypti og hverja ég heimsótti). Ég veit að það jaðrar við að vera tilhlýðilegt að vera með öskudagspistil, […]

Ég er orðin stóra frænka…

Jibbíjíbbíjei. Það bættist lítil frænka í hópinn í nótt. Dúddi og Ágústa komu með litla stubbu (nákvæmlega jafn stóra og ég var, ekki ónýtt það). Ég er alveg að rifna af gleði. Því til sönnunar fór ég beint í búð og keypti og keypti (merkilegt hvað það er skemmtilegra að kaupa barnaföt þegar maður er […]

Hafdís Bolla (með stóru bé)

Úffúffúff. Þá er farið að síga á seinni hlutann í hinu árlega bolluofáti sem nær alltaf hámarki á sunnudeginum. Fékk mér eina bollu á föstudaginn (af því að Mummi var búinn að fá sér við ýmis tækifæri), svo fórum við í hið árlega hlaðborð í sveitina í gær og ég vil ekki hugsa til þess […]

Enn meiri menning…

Það barst í tal í skólanum í dag hvað Walking with Dinosaurs væri góður þáttur. Ég kom þá með játningu að horfa afskaplega lítið á RÚV (mér telst til að það sé um það bil Frasier og einstaka brot af Spaugstofunni, svona meðan ég bíð eftir Popppunkti) þrátt fyrir að horfa töluvert mikið á sjónvarp. […]

Ég og titlar…

Já, ég ætti ekki að skrifa neina titla hérna nema hafa viðkomandi bók / mynd mér við hlið. Fyrst var það Sea Lions myndin mín sem hét svo fyrir rest Second Hand Lions, síðan var það „The Battersea Park Road to Enlightment“ sem ég endurskírði eitthvað annað, og nú síðast er það Kurt Wallander. Ég […]

Já, ég játa…

…ég er latur bloggari. Sjónvarpsgláp tekur allan minn frítíma og eins og það sé ekki nóg fyrir venjulega manneskju, þá er ég líka að reyna að komast í gegnum „Villuspor“ sem ég á að vera búin að lesa fyrir næsta leshring á fimmtudag. Mér líður eins og ég sé nemandi að svíkjast undan með því […]

Ætli Kevin Smith viti…

…að það er til hljómsveit á Íslandi sem virðist hafa það sem inntökuskilyrði að vera Kevin Smith look-alike? Hér er ég að sjálfsögðu að vísa í Brain Police, hverja ég hef ekki séð áður, en vá, hvaðan kom þessi hugmynd? Eins og liggur kannski í augum uppi var ég að horfa á Popppunkt og uppgötvaði […]

Félagslífið

Í gærkvöld fór ég á árshátíð Síðuskóla. Það var alveg ljómandi gaman. Núverandi 10. bekkingar eru gamlir umsjónanemendur svo það var nauðsynlegt að sjá atriðið þeirra. Ég virðist vera fallin í gleymskunnar dá samt. Jú, einhverjir heilsuðu mér, aðrir föttuðu eftir langa stund hver ég væri, sumir föttuðu það held ég aldrei og enn aðrir […]

Survivor sorg

Meira hvað Saboga ætlar að fara erfiðlega af stað. Sorglegt að Rudy þurfti að fara (nema þetta undarlega komment í lokin um hvað hann á góða vini) en mikið var ég fegin að þau höfðu rænu á að halda í Ethan. Ég meina, hann er góður gæi. Ég var annars í krísu út af félagslífinu. […]