Já, ég játa…

…ég er latur bloggari. Sjónvarpsgláp tekur allan minn frítíma og eins og það sé ekki nóg fyrir venjulega manneskju, þá er ég líka að reyna að komast í gegnum „Villuspor“ sem ég á að vera búin að lesa fyrir næsta leshring á fimmtudag. Mér líður eins og ég sé nemandi að svíkjast undan með því að vera að þessu á síðustu stundu.