Venni Páer

Kemur bara nokkuð sterkur inn. Það mátti vel flissa að undarlegum húmornum. Útlendingar, athugið hvort þetta sé á netinu. En það er óþarfi að slá mig með gullhamri. Annars verð ég að nefna að það var auglýst eftir ketti í leikprufu í Dagskránni í gær. Það var beðið um tvo, annars vegar svartan og hins …

Talandi um rúllupylsur…

Þessa dagana hvílir á mér bölvun piparmyntubrauðanna. Ég held að forsvarsmenn Freyju hafi laumað einhverju dópi í uppskriftina því nú er svo komið að það er enginn dagur án piparmyntubrauðs. Sennilega hafa þeir horft á „So I married an Axe Murderer“ og fengið hugmyndina frá samsæriskenningum pabbans um Colonel Saunders – oooohhh you’re goona eat …

Ég og Georg

Ég veit, þetta var löng og erfið fæðing. Sumpart vegna þess að mig óar við að setja eitthvað niður á blað af ótta við að það verði of langt og hins vegar vegna þess að ég náði mér í klósettpest og lá (og var á klósettinu) á miðvikudag og fimmtudag og var alveg orkulaus allan …

Fríið mikla

Jamm, þá er hafið haustfrí, ja, eða vetrarfrí. Notaði ég tækifærið og svaf til ellefu og vel það í morgun og hef verið þreytt síðan. Mér fannst ég alla vega eiga innistæðu fyrir því, enda vakað óvenju langt fram eftir alla þessa viku, suma daga jafnvel fram yfir miðnættið! Fórum í leikhús í gær, hjónin. …