Talandi um rúllupylsur…

Þessa dagana hvílir á mér bölvun piparmyntubrauðanna. Ég held að forsvarsmenn Freyju hafi laumað einhverju dópi í uppskriftina því nú er svo komið að það er enginn dagur án piparmyntubrauðs. Sennilega hafa þeir horft á „So I married an Axe Murderer“ og fengið hugmyndina frá samsæriskenningum pabbans um Colonel Saunders – oooohhh you’re goona eat …

Fríið mikla

Jamm, þá er hafið haustfrí, ja, eða vetrarfrí. Notaði ég tækifærið og svaf til ellefu og vel það í morgun og hef verið þreytt síðan. Mér fannst ég alla vega eiga innistæðu fyrir því, enda vakað óvenju langt fram eftir alla þessa viku, suma daga jafnvel fram yfir miðnættið! Fórum í leikhús í gær, hjónin. …