Talandi um rúllupylsur…

Þessa dagana hvílir á mér bölvun piparmyntubrauðanna. Ég held að forsvarsmenn Freyju hafi laumað einhverju dópi í uppskriftina því nú er svo komið að það er enginn dagur án piparmyntubrauðs. Sennilega hafa þeir horft á „So I married an Axe Murderer“ og fengið hugmyndina frá samsæriskenningum pabbans um Colonel Saunders – oooohhh you’re goona eat my chicken… Eða ég lent í einhverri dáleiðslu og verið heilaþvegin „must eat peppermintbread“

Kannski ég ætti bara að finna mér grænan þröngan kjól og mæta á árshátíð sem piparmyntubrauð 😉 Fá Freyju sem styrktaraðila og fá amk kassa að launum.

2 replies on “Talandi um rúllupylsur…”

  1. Góð hugmynd – ég hef einmitt nokkrum sinnum lent í svipuðum hrönnum með kókosbrauðin –
    þetta er rosalegt – ætli þetta hefi aldrei verið kannað??????
    kv.
    Árný

Comments are closed.