Skólastelpurnar

Stóri dagurinn okkar mæðgna var í gær. Þá var fyrsti dagur Strumpu í skólanum og fyrsti dagur kynningarvikunnar hjá mér. Þar sem taxa-skutlið er ekki komið í gagnið mættum við gallvaskar út á stoppistöð korter yfir sjö í gærmorgun. Lentum í vandræðum með að borga, ég ætlaði að kaupa klippikort af bílstjóranum en hann benti […]

Loksins rann upp tívolídagur

Langþráður dagur hjá Strumpunni að kvöldi kominn, við búin að eyða deginum í Djurs sommerland. Fórum með rútu í morgun með nágrönnum okkar en áttum að öðru leyti engin samskipti við þá fyrr en á heimleiðinni. Strumpan náði að fara í allt sem hugann girntist, nema auðvitað krúnudjásnið, sjálfan Piraten. En það voru aðrir rússibanar, […]

Klaufabárðarnir

Ég nefndi í síðustu færslu hvað Sunna flaug snilldarlega niður stiga svo eftir blæddi. Hún var með mjög snyrtilegt sár fyrir neðan nefið og náði í gær að fljúga á hausinn eftir að príla upp á stól og lenti að sjálfsögðu á nefsárinu svo það rifnaði upp. Við erum farin að íhuga að láta hana […]

Kaup dagsins

Nú er allt að gerast í fararskjótamálum. Mummi keypti sér hjól á laugardaginn, af Erasmus skiptinema svo hjólið var sótt á kollegie – þar fékk undirrituð opinberun. Sem hún stóð og þakkaði í huganum fyrir að vera ekki að fara að búa á Görðum áttaði hún sig á að hún verður algjör gamla í hópnum, […]

Ný ævintýri

Á miðvikudaginn var haldið á vit ævintýranna á Himmelbjerget. Strumpunni var skipað að skima eftir fjallinu á leiðinni og hún var allan tímann að bíða, skildi ekkert í þessu þegar við lögðum á bílastæðinu og vorum uppi á fjalli. Þetta var reglulega indæl ferð. Ég kom þarna síðast fyrir 20 árum, þá í mars og […]

Sólskinsfréttir

Hér er búin að vera brakandi blíða í svo sem eina viku enda var strandferð þrjá daga í röð. Í gær fórum við með tengdó í Randers Regnskov og báðar dæturnar voru að rifna af gleði, Strumpan jós upp úr sér upplýsingum en Skottan var helst spæld að fá ekki að klappa og sagði reglulega […]