Aðlögun gengur vel

Við fengum fyrstu alvöru heimsóknina okkar í fyrrakvöld þegar Anne og Mads komu til okkar með tvo fylgigrísi. Fylgigrísirnir vöktu mikla lukku hjá báðum yngstu meðlimum fjölskyldunnar sem kættust mjög að sjá framan í aðra en foreldrana og var með ólíkindum stuð og fjör hér á köflum. Gamla settið naut þess auðvitað líka að fá …

Lítið eitt af letilífi

Það sem á dagana hefur drifið síðan síðast er að á laugardaginn lögðumst við í hættuför í gettóið Gellerup Park til að fara á Bazar Vest. Því miður voru nokkrir fordómar staðfestir í ferðinni, nokkrir jólasveinar sem voru frekar hálfvitalegir og andrúmsloftið frekar skrýtið. Markaðurinn var auðvitað eins og hið versta Kolaport, vöruúrvalið einstaklega furðulegt, …

Kennitölubisness

Í gær fórum við í mikla reisu niður í miðbæ. Leituðum lengi að réttu húsi sem átti að hýsa international citizens service bara til að komast að því að það væri ekki verið að skrá fólk sökum sumarleyfa. Okkur var bent á ráðhúsið í staðinn og þangað fórum við og gekk allt hnökralaust þar. Hins …

Enn nær því að verða Dani

Ég keypti mér notað Hagkaupshjól í gær. Og bloggaði um það. En bloggfærslan týndist. Súrt. Anyways, það er bleikt og er ágætt sem slíkt, virðist heldur skárra en Hagkaupshjólið mitt heima. Það var skondið að fara að skoða það, seljandinn býr nefnilega í „gamla“ hverfinu okkar. Við gátum sem sagt séð hverfið sem við hefðum …