Úff

Ég er með árans strengi eftir garðvinnuna – núna bara aftan í hægra lærinu. Hversu lengi getur það varað?

Ofur góðir dagar

Það hefur ekki vantað blíðuna hér á okkur síðustu daga. Með merkilegum afleiðingum. Haldiði ekki að liðið hafi farið í vorhreinsun í garðinum á sunnudaginn og – það sem meira og merkilegra er auðvitað – málað skúrinn á mánudaginn. Það erum við nefnilega búin að humma af okkur síðan 2005, og tók síðan ca. tvo …

Elíft stuð

Árshátíð KVENMA var með eindæmum vel heppnuð, þó ég segi sjálf frá. Við byrjuðum á að dansa í Fjósinu, alveg hörkupúl sem Hóffa (Bjargs-kennari með meiru) stýrði fyrir okkur. Mikil gleði þar. Nú svo var haldið í rútu í Laufás. Þar er geysilega skemmtilegur salur – svona glerskáli sem er byggður við gamla prestbústaðinn og …

Árshátíðarstúss

Jæja, þá er komið að árshátíð nr. 2 þennan mánuðinn. Nýbúin að standa í undirbúningnum fyrir LC/RT árshátíðina sem var náttúrulega frábær – nú er komið að árshátíð KVENMA sem er félagsskapur hér innan skólans. Ég er sem sagt í nefnd og finnst sjálfri að þetta lofi voða góðu. En þar sem þetta verður óvissuferð …

Þar fór það…

Myndirnar fyrir skólaspjaldið eru klárar… og ég er ekkert of hress með útkomuna. Mér finnst ég skyndilega líta út fyrir að vera tileygð, veit ekki til þess að það hafi hrjáð mig áður. Eina huggun mín er sú að ég hefði líklega verið enn asnalegri ef ég hefði ekki lagt í allar fegrunaraðgerðirnar. Dýrðina má …