Draumahúsið fundið

Jamm, við fórum að skoða hús í fyrradag í Möðruvallastræti. Nema hvað, ég fékk alveg ægilega góða tilfinningu að fara þarna inn og nú er ég nett skotin. Vissulega er það ekki fullkomið, meðal þess sem ég gæti nefnt er að það er ekki upphengt klósett og ég er líka mjög hlynnt því að hafa […]

Longlongtimeago

Svona líður tíminn hratt. Ég hef ætlað að blogga ansi lengi og hef haft margt að segja en einhvern veginn ekkert orðið af því. Þá lendir maður í krísu af því að manni liggur of margt á hjarta. Ég ætla að reyna eftir bestu getu að tæpa á því helsta, eins stuttlega og mér er […]

Ekki fyrir viðkvæma!

Ég var að hugsa um að koma með ítarlegar lýsingar á skurðaðgerðunum sem ég var í í morgun, það var nefnilega verið að fjarlægja tvo fæðingarbletti af mér. Þeir voru báðir á frekar viðkvæmum stað svona blygðunarlega, annar á bossanum og hinn í náranum (engar nánari lýsingar svo það geti enginn hlaupið í fjölmiðla og […]

Vikulegir pistlar

Ég er ekkert að standa mig rosalega vel. Það er eins og ég sé mjög upptekin sem er auðvitað um það bil eins fjarri lagi og hægt er. Ekki það að það sé mikið að gerast en það var nú eitt að markmiðunum hjá mér, að skrifa þó svo að það væri allt á hversdagslegu […]

Home, sweet home

Það er ekki að spyrja að því. Eins og það er nú gott að fara til útlanda þá er nú ansi hreint gott að koma heim. Jafnvel þó það bíði manns ógnarvinna við að ganga frá öllu góssinu sem maður sankar að sér. Hvað skal segja um Danmerkur/Svíþjóðarferðina? Þetta var sennilega undarlegasta utanlandsferð sem ég […]