Prófaðu

Að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið að gera próf um sjálfa mig til að athuga hvað mínir nánustu þekkja mig vel. Ólíkt ýmsum öðrum eru þetta allt saman vel þekktar staðreyndir um persónu mína en ekki neitt sem prófar athyglisgáfur manns í heimsóknum eða annað svínslegs eðlis. Held og lykke! PS Menningarpósturinn bíður…

Sumarpóstur

Áttum alveg yndislegan sumardag hinn fyrsta, litla fjölskyldan. Strumpa byrjaði sumarið vel, svaf til klukkan átta. Fórum í sund fyrir allar aldir, þar sem hún eignaðist tvær eldri vinkonur (svona fimm ára) sem tóku hana að sér um stund. Foreldrahjartað tók stoltkipp við að sjá félagsþroskaða barnið svara hvað hún héti og eiga í örlitlum …

Menningarpósturinn (fyrsti hluti)

Alltaf gerist maður menningarlegur í ofurskömmtum. Ég byrjaði á frekar lágmenningarlegum nótum og fór með manninn að sjá Ríginn (sýningu MA og VMA) á föstudagskvöld. Það er skemmst frá að segja að sýningin var stórskemmtileg og flott sett upp. Sem innansveitarmanneskja á báðum stöðum náði ég flestum bröndurum, held ég, og það var ótrúlega flott …

Ahh – stretch

Maður er nú aldeilis úthvíldur og fínn í dag. Mummi minn, endurheimti maðurinn, var ekki spenntur yfir tilhugsuninni um 6:30 sjálfstillingu Strumpunnar og setti upp lak í gluggann í gær (eftir að við vorum búin að leggja inn pöntun fyrir rúllugardínu, sem tekur tvær vikur að afgreiða) og hvort það er lakið sem hefur svona …

Eitís

Þá er Arena komin undir geislann í bílnum og sungið með af mikilli innlifun og furðu mikið miðað við að ég kann víst minnst af textunum, eða mín útgáfa amk oft öðruvísi en þeirra 🙂 Það krefst mikillar yfirlegu að þurfa að taka svona stóra ákvörðun (og miðað við F Willy getur hún haft áhrif …

Kvöldsöngurinn

Hér á heimilinu er sú hefð að auk hefðbundins bókalesturs á kvöldin eru alltaf tekin nokkur lög fyrir svefninn (fyrir Sóleyju, það er ekki svo indælt að við Mummi sitjum og syngjum hvoru öðru ástarljóð). Þetta er voða gaman og fyndið hvað uppáhaldslögin rokka til. Hefðin er samt sú að enda á Dvel ég í …