Allt að smella :)

Hér allt svo innilega á réttri leið. Ekkert eftir nema að pakka inn öllum jólagjöfum til fjölskyldunnar á Akureyri, sömuleiðis skrifa á öll jólakort sem fara innan bæjar, baka síðustu sortina (fékk innblástur að horfa á Birgittu baka blúndur í Innlit/útlit), kaupa örfáar jólagjafir, ákveða enn færri jólagjafir, þrífa smá og fara í bað og …

Uppskeruhátíð (eða var það átið?)

Það tókst. Um helgina bökuðum við hjónin sörurnar sívinsælu. Allt lagt undir, hvorki meira né minna en 200 kökur gerðar. Fengum fyrsta fólk í smökkun strax að kvöldi fyrsta sörudags og var gerður góður rómur að útkomunni. Svo nú er uppskeruát – og uppskeruhátíð á hverjum degi. Enginn dagur án Söru… Jólaundirbúningur stendur sem hæst. …

Enginn saknar mín

Jæja, það hafa ekki dunið á mér skammir í kommentakerfinu fyrir bloggleysið…. ég er óbærilega sár.  Mér hefur annars lagið dottið eitthvað í hug að skrifa, nú til dæmis ætlaði ég auðvitað að dreifa brosköllum yfir endurkomu Daníels í Nýdönsk. Get ekki annað en kæst yfir því, þó svo ég hafi kunnað vel við þá …