Ég sé ljósið :D

Þá er loks loks loks allri prófayfirferðinni lokið. Síðustu bjartsýnisnemendurnir í endurtökuprófi í gær með misjöfnum árangri. Nú er bara talið niður í Norðurlandareisuna, í millitíðinni ætla ég reyndar að fagna með júbílöntum (muniði ekki – þetta var einn alstærsti bónusinn við að fara að kenna í MA) og fagna með nýstúdentum, nú og svo …

Andað léttar

Já, phew, nú er ég loks búin með 1.bekk, nema kannski einhverja fíníseríngu áður en einkunnirnar fara inn á morgun. Útkoman nokkuð góð, ótrúlegasta fólk að ná. Það hefur gengið lygilega vel að loka á góða veðrið, þegar maður situr undir Svörtuloftum með dregið fyrir þá bólar hvorki á sól né sælu. Ég er að …

Panik

Hafi ég verið á barmi taugaáfalls fram að þessu, þá var það ekkert samanborið við stresskastið sem ég fékk áðan. Týndi bunka af prófum úr einum bekknum! Var farin að sjá  fyrir mér skriftarstundina hjá skólameistara, smánina og brottrekstur úr starfi.  Blessunarlega þá fannst hann eftir nákvæma leit. Ég held að ég fari að stinga …