So be it

Það sem litlu ungarnir manns eru virkir. Enn sannaðist hið fornkveðna í morgun með eyrun hennar Sóleyjar sem alltaf eru að. Ég fór yfir á vafasömu gulu þegar ég var að beygja inn á Mýrarveginn á leið til dagmömmunnar og sagði við sjálfa mig „So be it“. Heyrist þá ekki aftur í (voða lukkuleg frökenin) „Só bít“. Þetta endurtók hún reglulega þar til við komum til Ráðhildar.

Annars er stór dagur í dag. Við fáum húsið nefnilega afhent 🙂 Jei. Erum búin að hanga yfir þeim eins og gráir kettir síðustu daga og fengum þetta í gegn. Fórum inn í nýja húsið OKKAR í gær og þá hellist raunveruleikinn yfir mann. Þetta er að gerast. Sóley trylltist þegar við fórum því hún var búin að skemmta sér hið besta við leik í garðinum. Hún er náttúrulega með víðáttubrjálæði þar.

Svo stefnir í að Óli og Eygló verði fyrst til að vígja húsið. Þau eru að koma norður og var lofað gistingu en nú er allt í drasli heima og varla hægt að stíga niður fæti, hvað þá troða þeim niður.