Ofurát

Mummi stóð sig aldeilis vel í eldhúsinu í kvöld. Eldaði alveg dúndurgóðan kjúkling, indverskan, með nan-brauði (heimatilbúnu).
Ofboðslega góða jógúrtsósu með og ekki spillti fyrir að hafa rauðvínstár með, Blue Opal eða Black Opal man ekki hvort það hét og er aldeilis of löt til að labba fram og lesa mér til. Manni leið bara eins og það væri eitthvað hátíðartilefni en ekki bara venjulegt miðvikudagskvöld.

Sat og hlustaði á Hauk Morthens og rifjaðist upp fyrir mér að í gær voru 2 ár síðan afi dó. Enn finnur maður fyrir hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst svo stutt síðan. Enda sakna ég hans óskaplega og hugsa oft um hvað hann myndi segja við hinu og þessu. Hann væri amk mjög hrifinn af tónlistinni sem er undir hjá mér. Núna eru Hvítir mávar – algjör klassíker.