Léttpóstur

Fyrstu mælingunni er lokið og ég má til að monta mig. Ég hef lést um tvö kíló, þar af 1.1 fitukíló. Júhú, góð byrjun. Enda er ég ógeðslega ströng. Það var meira að segja nammi í vinnunni í morgun og ég fékk mér ekki! Það er nauðsynlegt að setja svona tölfræði inn svo þið sjáið örugglega mun þegar þið sjáið mig næst 🙂

Enn er ég að hlusta á dýrindis tónlist. Ég er með svona „hygge“ folder í Itunes, hann er bara alveg firna góður. Óskar Péturs, útvalin lög með Queen, Páll Óskar og Monika og fleiri góð. Fínt, ég er í betra jafnvægi þegar ég fer yfir léleg dönskuverkefni.