Gráu hárin

Það er ekki ofsögum sagt að maður sé að verða gráhærður (hverju sem um má kenna – hækkandi aldri, erfiðri vinnu, erfiðu barni…), að minnsta kosti fann ég í gær hvorki meira né minna en þrjú grá hár í toppnum og eitt daginn þar áður. Veit ekki hvort ég þori að líta í spegil í dag.
Annars var gengið betur frá bílamálum í dag og niðurstaðan sú hin sama og var í síðustu bloggfærslu. Mikið er annars mikil bloggleti að ganga þessa dagana. Það er varla að maður þurfi að líta í bloggheiminn nema einu sinni í viku! (ein á háum hesti – heilar fimm færslur í janúar 🙂