Alls kyns grísir

Í fyrsta lagi eru það fréttir af aðal grís heimilisins. Strumpan á nefnilega að fara í rör á morgun. Hefur erft þessi dásamlegu eyru móður sinnar. Hún er býsna lukkuleg yfir framvindu mála enda mikil áhugamanneskja um læknaheimsóknir. Sagði í gærkvöld stuttu eftir að ég var búin að ræða væntanlega sjúkrahúsdvöl við hana að hún ætlaði núna á sjúkrahúsið og að það væru víst liðnir tveir dagar. Ég vona bara að þessi dvöl bæli gleðina ekkert niður.
Hinn grís heimilisins er nýr af nálinni og heitir vo-grís (held ég). Ég lít að minnsta kosti út eins og fjarlægur (en of nálægur) ættingi fílamannsins, með einhvern risa ofvöxt á neðra augnloki. AAAARRRGGHH! Ég þoli ekki afskræmingar-veikindi.