10 ár er langur tími

Í dag eru sem sagt 10 ár frá því að við Mummi hittumst fyrst (sælla minninga í röðinni fyrir utan 22). Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Ekki það að ég vona að þetta sé bara fyrsti fimmtungurinn eða sjötti parturinn eða hvað maður á að vera bjartsýnn. Elsku Mummi! Takk fyrir allt so far og fyrirfram takk fyrir næstu tíu ár líka… Ég elska þig 🙂

Við verðum ekki að heiman fyrr en á föstudag, þá ætlum við í óvissuferð til… (nei, bannað að segja, Mummi veit ekkert). Við munum einnig halda upp á daginn í dag og fram á kvöld… kannski þetta verði bara löng gleðihelgi með tilheyrandi sukki 🙂 Maður hefur að minnsta kosti sukkað fyrir minna!