Meira bíó

Ég er aldeilis óstöðvandi í bíóferðunum þessa dagana! Lenti í bíó í gær, alveg óvart, með gömlum vinnufélögum úr Síðuskóla, á Pride and Prejudice. Hafði annars ákveðið að splæsa mér bara í hana á dvd, fyrst þeir álpuðust ekki með hana fyrr norður. Myndin var hin fínasta skemmtun en nær hins vegar ekki að grípa mann eins svakalega og serían góða hér um árið. Enda ekki fyrir hvern sem er að fara í fótspor Colin Firth.