Sexý bassaleikarar…

Smá hugleiðing aftur um hversu sexý bassaleikarar eru. Ég hef íhugað þetta vandlega og dettur í fljótu bragði tvö dæmi um ósexý bassaleikara. Annars vegar Paul McCartney – og nú er ég voða góð og hugsa aftur til hans gullára, ég hefði nú frekar viljað Lennon, anytime, anywhere. Hins vegar er það John Deacon – vá hvað maðurinn er ósexý. Hitt er annað mál að enginn í Queen var sexý – talandi um að vera frægur út á tónlistarhæfileika frekar en útlit.