Eru karlmenn skemmtilegri en konur?

Ég fór allt í einu að spá í að ég, sem vinn á stórum og vel kynskiptum vinnustað, virðist bonda miklu meira við karlmenn heldur en konur. Ég íhugaði málið svolítið í gær og sama hvað ég reyndi, ég mundi ekki eftir neinni samkennslukonu sem ég hef náð verulega fínu bondi við, en mér datt strax nokkrir karlmenn í hug. Þá flaug mér í hug þessi fullyrðing sem einn samkennari minn, karlkyns, setti einu sinni fram. Hann vildi sem sagt meina að karlmenn væru almennt skemmtilegri en konur. Ég spilaði mig náttúrulega sármóðgaða og var það svo sem alveg aðeins, fyrir okkar hönd, en nú er það bara málið, hvort hann hafi rétt fyrir sér. Kannski er ég bara skemmtilegri í samskiptum við karlmenn og þetta er allt undir mér komið?

Ég hef svolítið samviskubit yfir þessu, því að þó svo að það séu engan djúpstæðar tilfinningar í bondinu, þá líður mér nett politically uncorrect. Þetta er eitthvað forboðið.