Á persónulegum nótum

Það kom upp ágætur uppveltingur í gær. Það barst í tal hvort væri persónulegra að kyssast (og þá meina ég að sjálfsögðu að fara alla leið) eða að nudda saman nefjum. Ég er alfarið á þeirri skoðun að nefnudd sé miklu persónulegra (og þá er ég að meina í samhenginu hvað eru verstu svikin að gera með öðrum en maka) enda er það nánara og einhvern veginn svo sérstakt að maður gerir það ekki með hverjum sem er. Nefnudd er sem sagt númer tvö á listanum mínum yfir það versta sem þú getur gert – þarf auðvitað ekki að taka númer eitt fram, en kossaflens lendir í þriðja sæti (að minnsta kosti meðan ég man ekkert annað).