Sumarleyfi í útlöndum

Þá er búið að setja sumarleyfið á annan endann og ég verð nærri því meira í útlöndum en hér heima. Við dönskukellurnar, ég og Selma, ákváðum nefnilega eftir ágæta hvatningu að sækja um á námskeið í Danmörku sem lofar óheyrilega góðu. Bara það að í því sé dagsferð til Skagen réttlætir auðvitað allt, jeg glæder mig enormt. Ég verð sem sagt ekki nema rétt búin að henda inn einkunnum, já og vonandi að skemmta mér smá með einhverjum 15 ára stúdentum, þegar ég þarf að leggja í hann. Sumarið lítur því svona út; 18. júní Danmörk. 28. júní Svíþjóð. 9. júlí Ísland – Reykjavík. 13. júlí, eða þar um bil, home sweet home. Þetta verður líklegast lengsta sundur okkar hjóna, hvað þá að nefna okkur mæðgur. En við systur fáum aftur á móti smá gæðasystrastundir….