Meiri frægðarsögur

Strumpan veit svo sannarlega hvernig hún á að slá í gegn hjá mömmu gömlu. Ég var voða upptekin í gær að lesa Da Vinci lykilinn (já, langt om længe) og hún var ekki par hrifin, var búin að reyna að banna mér að lesa en það var ekki hlustað. Þá tók hún sig til og taldi upp að tíu á dönsku! Að sjálfsögðu uppskar hún alla mína athygli og mikið hrós, enda var þetta óhemju krúttlegt. Við erum aðeins búnar að vera í æfingabúðum að telja eins og Bamse, en þetta var samt mjög óvænt.

Svo erum við einar í kotinu núna. Mummi fór til Hollands í gær og verðum væntanlega fram á þriðjudag. Mér líður eins og Palli var einn í heiminum, sérstaklega af því að tengdaforeldrar mínir verða ekki í bænum um helgina, við verðum alveg munaðarlausar.