Vinur minn Robbie

Var að ljúka við að lesa ævisögu (ef ævisögu skyldi kalla) Robbie Williams (sem er mikill vinur minn eins og dyggir lesendur vita). Það var ansi mögnuð lesning. Ég gerði mér enga grein fyrir hvað er til mikið af fuuuurðulegu fólki í heiminum en þarna voru mýmörg dæmin. Allar grúppíurnar til að mynda, sem allar kepptust við að vera öðruvísi en hinar „ég ætla ekki að sofa hjá þér“ og urðu þess vegna allar nákvæmlega eins. Ein sem vildi fá faðm og spjall – eftir að vera búin að röfla við félaga hans lengi um að fá að hitta hann og endaði á að segja að hún væri sko ekki aðdáandi, hún hlustaði ekki á tónlistina hans! Og bréfin sem fólk skrifar; gifstu mér, gifstu dóttur minni, gefðu mér penging eða jafnvel skammarbréf eða leiðsagnarbréf. Sem sagt konungleg skemmtun. Ekki spillti fyrir að George Michael kom við sögu 🙂 fékk að vísu frekar þurrar kveðjur undir lokin eftir að hafa tjáð sig um plötusamning Robbie upp á 80 mill pund (og bara Greatest hits komið út síðan 🙂 Síðast en ekki síst er Robbie alls enginn Íslandsvinur – sagði að sér hefði fundist ömurlegt hér. Mæli með henni. Maðurinn er algjör skits, skúrkur, væminn, mjúkur, ruddalegur, athyglissjúkur og svo framvegis. Ég er til í að lána eintakið mitt ef einhver vill.