Ofur-ræma

Það bar til tíðinda nú í kvöld að við fórum í bíó. Mér er ómögulegt að muna hvenær það var síðast. Kannski var það Star Wars. Ég er líka orðin mjög kresin á hvað ég sé (nema nú sá ég reyndar trailer sem lofaði góðu af því að Viggo var svo sætur) og þess vegna var mynd kvöldsins alveg sérlega ánægjuleg. Sú hin góða heitir Broken Flowers og er nýjasta gæðastykkið sem Bill Murray leikur í. Váá. Gamli hefur oft verið góður en hann fer hreinlega á kostum í þessari. Við sáum Lost in Translation loksins loksins fyrir stuttu og sú var mögnuð en þessi er jafnvel enn betri. Þannig að – ef þið eruð eins og ég – sparsöm á bíóferðir – íhugið þessa samt. Hinir mega fara á hana líka.