20% niðurfellingin

Bara svo það sé á hreinu þá tel ég að 20% flöt niðurfelling skulda sé heimskulegasta hugmynd sem hefur komið fram í íslenskum stjórnmálum. Nú veit ég vel að við sem fórum ekki út í eyðslufyllirí eigum samt sem áður eftir að borga heilmikið upp í þessar skuldir en um leið er það grundvallarkrafa að þeir sem stunduðu þetta fyllirí borgi sem mest.

Hvað ætli Framsóknarflokkurinn hafi til þessa kostað mig margar milljónir? Hvað ætlar hann að kosta mig margar milljónir í viðbót?