Eldbakan svíkur

Áðan fórum við Eygló á pizzustað sem heitir Eldbakan og er í Ögurhvarfi. Við vorum vopnuð miða frá Einkaklúbbnum um að við ættum að fá tvær pizzur á verði einnar og sýndum miðann þegar við pöntuðum. Pizzurnar voru frekar lengi á leiðinni og allavega var mín frekar óspennandi. Á henni var voðalega subbulegt beikon og af einhverjum ástæðum fékk ég piparost en ekki rjómaost.

Þegar Eygló fór að borga var henni tilkynnt að þar sem eigendaskipti hefðu verið frá því að samið hefði verið við Einkaklúbbinn þá væri tilboðið ekki lengur gilt. Það hefði nú kannski verið í lagi ef okkur hefði verið tilkynnt það þegar við pöntuðum en það er fráleitt að koma með eitthvað svona eftir á.

Ef þið viljið eldbakaðar pizzur farið þá á Rizzo eða Eldsmiðjuna en forðist Eldbökuna, hún svíkur.

0 thoughts on “Eldbakan svíkur”

  1. ég mæli algerlega með því að borða á eldsmiðjunni í mars þar sem pizzurnar eru á 10 ára gömlu verði .. það er fínn afsláttur sýnist mér

Leave a Reply