Prófkjör VG í Reykjavík

Á morgun er prófkjör VG í Reykjavík. Þar eru margir góðir kostir í boði en ég vil sérstaklega reyna að koma þremur konum að.

kata
Katrínu Jakobs (1. sæti)þarf væntanlega ekkert að kynna fyrir neinum.

steinunn
Síðan er það Steinunn Þóra (4. sæti). Hún er friðarsinni og hefur líka barist fyrir réttindnum öryrkja í gegnum MS-félagið.

audur
En helst af öllu vil ég koma Auði Lilju að (2. sætið). Ég kynntist henni í gegnum starf Háskólalistans. Þar náði hún ekki bara að heilla mig heldur allan þann þverpólitíska hóp sem þar kom saman. Ég hef gjarnan sagt að ég sé miklu hrifnari af UVG en VG. Ef Auður kemst á þing sem aðalmaður mun VG vaxa töluvert í áliti hjá mér og öðrum.

Það er hægt að skrá sig í VG í dag og síðan kjósa í prófkjörinu á morgun. Það að kjósa í prófkjörum er besta leiðin til að koma einstaklingum að á Alþingi.