Skil ekki Framsókn

Framsóknarflokkurinn er flokkur sem virðist alltaf vera að reyna að stunda klækjastjórnmál en ná almennt bara að skjóta sig í fótinn. Besta dæmið er líklega hvernig þeir hafi komið fram í stuðningi við minnihlutastjórnina. Mér hefði þótt augljóst að besta taktíkin hefði verið að spila þetta þannig að Framsókn væri límið sem festi stjórnina saman. Í staðinn hafa þeir alltaf verið að reyna að koma sér í fréttirnar með undarlegum upphlaupum og líta út eins og niðurrifsaflið. Kannski eru VG og Samfylkingin bara svo klók að Framsókn kemur svona illa út en ég efast einhvern veginn um það.