Viðhorfsbreyting og Mexíkóflensa

Nú þegar Mexíkóflensan er yfirvofandi langar mig að kvarta yfir einu vandræðaeinkenni á íslensku þjóðinni. Ég held að Íslendingar líta á það sem einhvers konar dugnaðarmerki að mæta hálfveikt í vinnuna. Það er það ekki. Það er bjálfalegt (og ég hef alveg fallið í þá gryfju sjálfur). En það gæti verið stórhættulegt núna. Samkvæmt þessari frétt var mexíkönsk kona sem smitaði fjölmarga með því að vera veik í vinnunni. Ég veit ekkert um hve lengi smithætta er en líklega er best að fólk haldi sig bara heima sem lengst ef það veikist.