Skroppið á Austurvöll

Ég skrapp niður á Austurvöll í dag. Það var Vantrúarhittingur með stuttum fyrirvara. Það var skemmtilegt að vanda. Ég keypti mér mat á Ali Baba sem er nýr kebab staður. Ég lenti í töluverðum vanda með að velja rétt þar sem innihaldslýsingar vantaði og engar myndir voru af réttunum. Ég og afgreiðslumaðurinn áttum frekar erfitt með samskipti. Ég endaði því með súrar gúrkur í matnum mínum sem er eitthvað sem ég vildi alls ekki. Ég vona að þeir lagi þetta aðeins því mér finnst sárlega vanta almennilegt kebab hérna.