Rugl könnun

Skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn er einhver sú bjálfalegasta sem ég hef séð. Spurt var:

Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Aðalvandamálið er að sjálfssögðu að spurningin er afskaplega óskýr. Í raun er ekki verið að spyrja hvort fólk vilji kjósa um aðildarumsókn. Það er verið að spyrja hve miklu máli það skipti. Hvað á sá að segja sem er mjög andvígur því að fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla? Ætti hann ekki að segja að það skipti hann miklu máli?
Líklega er þó mesta hættan á að fólk misskilji spurninguna á þá leið að verið sé að spyrja um hvort eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um endanlegu inngönguna.

Hver samdi þessa hálfvitalegu spurningu og hvers vegna í ósköpunum samþykkir fyrirtæki, sem þykist vilja taka sig alvarlega, að spyrja hennar? Og af hverju byrjar fjölmiðlafólk ekki á því að hafa samband við Heimssýn og Capacent til að spyrja þessara spurninga?